Fyrsta Baptista Kirkjan tilheyrir ekki hvítasunnuhreyfingu.
-----
FBK tilheyrir ekki þjóðkirkjunni.
----
FBK er kristin kirkja og sjálfstæð.
-----
Við trúum á Skapara: Trúum að Guð, Skaparinn, skapaði alla hluti innan 6 daga eins og skráð er í Biblíunni.
----
Trúum að Skaparinn, Guð, sendi frelsara, Jesús, til þess að frelsa synduga menn.
-----
Við trúum að Jesús er frelsari heimsins: Hjálpræðisverk Jesús er fagnaðarerindið.
-----
Fagnaðarerindið: Erindi um hvernig Jesús dó vegna synda allra manna, var grafinn, og reis upp á þriðja degi vegna synda okkar.
-----
Frelsun mannanna: Hver sá sem treystir hjálpræðisverkum Jesús (fagnaðarendinu) er að eilífu frelsaður/hólpinn.
----
Biblían: Aðeins biblíuna notum við sem leiðarljós til þess að leiðbeina okkur bæði í kirkju og lífi. Trúin og réttlætisverk sem við vinnum bæði í kirkju á Guðsþjónustum og í lífi koma aðeins úr Biblíunni.
----
Allir munu standa í dóminum fyrir Guði að fá sinn dóm. Ábyrgðarskylda Einstaklinga segir: "Hver í sínu lagi mun svara fyrir sig í dóminum Guðs." Jesús einn er Drottinn. Kirkja er ekki drottinn, ekki heldur prestur, né embætti kirkjunnar. Kirkjan stjórnar ekki lífum meðlima með trúarreglum. Hverjum manni ber að læra að láta stjórnast af Guði og breyta eftir boðum Guðs sjálfur. Prestur/Hirðir er til sem fyrirmynd. Biblían segir: "Þér skuluð eigi drottna yfir söfnuðunum, heldur vera fyrirmynd hjarðarinnar." 1 Pétursbréf 5.3
----
Prestsembætti trúaðra manna – Hver maður fer inn sjálfur til Guðs fyrir Jesú Krist – "Enginn kemur til Föðurins nema fyrir Jesú:" Guð einn fyrirgefur manni syndir. Hvorki prestur né kirkja á vald til að frelsa sál manns né fyrirgefa syndir. Hverjum manni ber að fara inn fyrir sig til Guðs til þess að frelsast og til að fá fyrirgefningu beint frá Guði. Ath: Fyrirgefning milli manna hér á jörðu til þess að semja frið er allt annað mál. Við eigum vald til að fyrirgefa hvort öðrum til þess að skapa frið milli manna, en ekki milli Guðs og manna: Guð sjálfur gerir þetta.
----
Tvö hlutverk sem aðeins kirkjan á rétt að gera: Skírn og Máltíð Drottins: Ekki gert til þess að veita þátttakendum náð Guðs til sáluhjálpar, heldur er samfélag trúaðra manna. Skírn og Máltíð Drottins eru "Réttlætisverk." Réttlætisverk er verk ætluð þeim sem réttlátir eru fyrir trú á Jesú Krist. Réttlætisverk gera ekki mann réttlátan, heldur eru verk sem réttlætir menn, og aðeins þeir, mega taka þátt í.
----
Innri Stjórn Kirkjunnar: Kirkjan er sjálfstæð með Guðræði. Hún er undirgefin Orði Guðs varðveitt í Biblíunni. Enginn maður né engin önnur kirkja fyrir utan kirkjuna má stjórna. Meðlimir kirkjunnar í hverju sjálfstæðu kirkju mynda stjórn til þess að sjá um sína kirkju. Hún stjórnar neinum öðrum kirkjum og öfugt.
----
Sáluhjálp plús Skírn til þess að verða meðlimur kirkjunnar: Sáluhjálp er Gjöf Guðs fyrir trú á Jesú. Skírn er með niðurdýfingu ætluð trúuðum mönnum/lærisvinum. Þeir sem eru meðlimir kirkjunnar eru bæði hólpnir og skírðir þ.e.a.s. trúaðir og hlýðnir.
----
Tvö embætti kirkjunnar: Fyrsta: "Prestur" sem er kallaður "Hirðir" og "Biskup" og "Fyrirmynd hjarðarinnar" í biblíunni. Annað er Djákni. Segjum tvö vegna þess að bara þau tvö embættin eru með skilyrði skráð í Biblíunni um störf og líf þeirra.
----
Aðskilnaður Ríkis og Kirkju (ARK): ARK þýðir að kirkjan myndar ekki ríkisstjórn og ríkisstjórnin stjórnar ekki trúarlíf meðlima kirknanna. ARK tryggir þess að landsstjórnendur eru frjálsir til þess að tilheyra kirkju, og eru frjálsir að tjá sig um trú sína. Trú er partur af lifnum allra manna. ARK tryggir líka að meðlimirnir kirkna mega bjóða sér fram til þess að verða stjórnendur hjá ríkinu. Trúum að ríkið skyldi ekki stjórna trúarlíf landsmanna, heldur tryggja trúfrelsi landsmanna. ARK ætti alls ekki þýða: Aðskilnaður Trúar og Ríkis! Trúin er afar mikilvæg öllum landsmönnum. Trú er partur af manni. Það er ógerlegt til að skila trú frá manni. Ætti vera til, í öllum löndum, sjálfstæðar kirkjur, en ekki sem 'þjóðkirkja' eða 'þjóðtrú.'
----